SkilmálarHér að neðan má finna skilmála ojk-isam.is

 

Dreifing – höfuðborgarsvæðið

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.

Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar án sendingarkostnaðar.

Útkeyrsla á landsbyggðinni

Samskip sjá um allar sendingar á landsbyggðinni fyrir ÓJ&K og SD. Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar kaupanda að kostnaðarlausu. Ef pöntun nær ekki tilsettu lágmarki greiðir kaupandi fyrir flutning.

Allar pantanir þurfa að berast sólarhring fyrir brottför.

Vöruskil

Ef skila á vöru skal kaupandi koma athugasemdum til skila til starfsmanna ÓJ&K og SD innan sólarhrings frá móttöku vöru.

Gallaðar eða rangt afgreiddar vörur utan höfuðborgarsvæðisins skulu endursendar með Samskip. Kreditreikningur er gerður eftir að varan berst til okkar og hefur verið yfirfarin af móttöku.

Reikningsviðskipti

Sendur er reikningur fyrir vörum til þeirra viðskiptavina sem ekki hafa samið um staðgreiðslu eða greiðslur með greiðslukortum. Gjalddagar reikninga eru í samræmi við þá samninga sem eru í gildi milli ÓJ&K og SD og viðskiptavinar.

Dráttarvextir reiknast í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og miðast við alla reikninga sem eru greiddir eftir eindaga.

Athugasemdir vegna reikninga þurfa að berast innan 10 daga frá útgáfudegi
reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt
að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.

Einhverjar vörur eru seldar samkvæmt vigt. Allt kapp er lagt á að afgreiða sem næst
þeirri þyngd sem pöntuð var. Reikningur miðast hinsvegar alltaf við afgreidda þyngd
til viðskiptavinar.

245 kr. seðilgjald leggst á alla greiðsluseðla.

Öryggisskilmálar

ÓJ&K og SD tekur við öllum greiðslukortum. Þegar gengið er frá greiðslu fer færslan í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor/Borgunar. ÓJ&K og SD hafa ekki aðgang að kortaupplýsingum og safna þeim ekki.

Opnunatímar

Söludeild:
Mánudaga – föstudaga: 08:30 – 17:00

Vöruhús
Mánudaga – föstudaga: 07:00 – 17:00
Vöruhús er lokað milli 12:00 og 13:00

Tunguháls 1,
110 Reykjavík
Sími: 535 4000
pantanir@ojk-isam.is

Þjónustusvið

  • ÓJ&K-ÍSAM ehf
  • Blikastaðavegi 2–8, 112 Reykjavík
  • Sími: 535 4000
  • Netfang: ojk-isam@ojk-isam.is

Söludeild

Opnunartími
Weekdays from 08:30 - 17:00
.
Pöntunarsími
+354 535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Weekdays from 08:30 - 17:00
closed between 12pm and 1pm
Pöntunarsími
+354 535 4000
Netfang
voruhusojkogsd@ojk-isam.is