Kaffiþjónusta

Kaffi er okkar fag!

Við höfum brennt og malað kaffi fyrir Íslendinga í heila öld! Þjónusta kaffideildar ÓJ&K-ÍSAM byggir á sérþekkingu starfsfólksins og frumkvöðlastarfi Kaffitárs. Starfsfólk okkar býr yfir áratuga reynslu og þekkingu á kaffi, framleiðsluferli þess og þeim vélum og búnaði sem þarf til að laga gott kaffi. Við tryggjum viðskiptavinum okkar gæðakaffi, rekstrarhagkvæmni og skjóta og örugga fagþjónustu.

Við viljum hjálpa þér að efla kaffimenninguna á þínum vinnustað og bjóðum fjölbreyttar lausnir á öllum kaffimálum fyrir vinnustaði, fyrirtæki, kaffihús og veitingastaði. Hjá ÓJ&K-ÍSAM ættu allir að finna kaffi við sitt hæfi. Hvort sem um ræðir hráefni, fylgihluti, vélar eða ráðgjöf – þá erum við til þjónustu reiðubúin!

Við getum líka skellt upp „pop-up“ kaffibar á þínum vinnustað með skömmum fyrirvara þar sem þjálfaðir kaffibarþjónar bera fram ljúffenga kaffidrykki. Góð leið til að brjóta upp hversdaginn með sannri kaffihúsastemningu.

 

Kaffiþjónusta

Helstu vörumerkin

Söludeild

Opnunartími
Mán.–fös.: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
voruhus@ojk-isam.is