Jafnlaunastefna
ÓJ&K-ÍSAM

Tilgangur og gildissvið:
Markmið jafnlaunastefnu ÓJ&K-ÍSAM er að tryggja öllu starfsfólki sömu laun og sömu kjör fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf þannig að ekki sé um mismun að ræða. Með þessu stuðlar ÓJ&K-ÍSAM að jafnrétti kynja á vinnumarkaði og vinnur gegn kynbundnum launamun. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur og eftirlit.

Ábyrgð:
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins og öllum launaákvörðunum. Framkvæmdastjóri gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um. Mannauðs- og gæðastjóri sér um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi stefnunnar í umboði framkvæmdastjóra.

Markmið:
Markmiðið er að tryggja starfsfólki ÓJ&K-ÍSAM þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 150/2020. Ákvörðun um kjör starfsmanna skal byggð á málefnalegum sjónarmiðum sem varða starfið og hæfniskröfur til þess. Þessi sjónarmið gilda hvort sem ákvörðunin varðar laun, hlunnindi, lífeyris-, orlofs- eða veikindaréttindi eða hvers konar réttindi sem metin verða til fjár.

Mat á verðmæti starfa:
Hjá ÓJ&K-ÍSAM skulu vera til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu nefndar þær kröfur sem starfsmaðurinn þarf að uppfylla. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og byggir ÓJ&K-ÍSAM launaákvarðanir á málefnalegum viðmiðum sem tryggir að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti starfs.

ÓJ&K-ÍSAM skuldbindur sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við lög 150/2020 um jafnlaunavottun.
  • Að launaákvarðanir séu rökstuddar og tryggt að þær falli að þeirri meginreglu að hjá ÓJ&K-ÍSAM séu sömu laun greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Að launaákvarðanir séu skjalfestar, rökstuddar, rekjanlegar og undirritaðar af ábyrgðaraðilum.
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.

Söludeild

Opnunartími
Mán.–fös.: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
voruhus@ojk-isam.is