PhilipsSnjöll og þráðlaus lýsing við öll tækifæri

Við höfum sérhæft okkur í öllu sem tengist lýsingu. Við bjóðum ljósabúnað og fylgihluti frá Philips Lighting, allt frá minnstu heimilisljósum upp í götulýsingu og flóðlýsingu á íþróttaleikvöngum. Hjá okkur má einnig fá sérhannaða lýsingu fyrir margs konar vinnustaði sem og skrautlýsingu fyrir heimili. Við erum til dæmis með allt sem tengist fjarðstýrðu litalýsingunni frá Philips Hue.

Philips

Við hugsum stórt Götulýsing & mannvirki

Við einblínum sumsé ekki bara á dagvörur heldur sköffum líka birtuna svo þú sjáir vörurnar okkar í réttu ljósi! Philips Lighting – lýsingarhluti Philips tæknirisans – á heima hjá okkur og sérfræðingarnir þar á bæ selja ljósabúnað, lampa og perur af öllum stærðum og gerðum. Við aðstoðum við að sérhanna lýsingu fyrir margs konar vinnustaði, t.d. veitingahús, skrifstofur, garðyrkjustöðvar og íþróttahús.

fjarstýrð litalýsing Philips Hue

Ein helsta nýjungin í lýsingu á undanförnum árum er fjarstýrða litalýsingin frá Philips Hue. Við bjóðum allt sem henni tengist. Einnig erum við með rafhlöður frá Philips sem fengið hafa mjög góða dóma fyrir endingu í erlendum fagtímaritum. Við útvegum einnig íhluti og annað fyrir marga aðra ljósaframleiðendur. Þá bjóðum við alls kyns nýjungar í ljósabúnaði sem færa skrautlýsingu inn í nýja vídd.

read more

Ljósastaurar Borgartún

Laugardalsvollur

Flóðlýsingar Landsliðið

Söludeild

Opnunartími
Mán.–fös.: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
voruhus@ojk-isam.is