SmásalaTvíefld frá 2021

ÓJK-ÍSAM byggir á traustum grunni eftir sameiningu heildsalanna Ó. Johnson & Kaaber og ÍSAM árið 2021. Þetta er rótgróin og öflug heildsala sem flytur inn og dreifir fjölbreyttu úrvali af dagvöru til sölu í verslunum. Við bjóðum fjölmörg þekkt vörumerki í matvöru, sælgæti, kaffi, snyrti- og hreinlætisvörum o.fl. og erum með öflugan flokk sölufólks sem sinnir landinu með reglulegum heimsóknum.