Verslun fyrir fagfólkStóreldhús

Stóreldhúsadeild ÓJ&K-ÍSAM er einhver hin öflugasta á landinu, en hún varð til við samruna stóreldhúsadeildar ÍSAM og Sælkeradreifingar, stóreldhúsahluta ÓJ&K. Sælkeradreifing er fagfólki í veitingageiranum að góðu kunn enda bakhjarl margra fremstu matreiðslumeistara landsins um árabil.

Í sameinaðri stóreldhúsadeild bjóðum við upp á gæðahráefni og -vörur fyrir veitingahús, mötuneyti, hótel og aðra stórnotendur – og sinnum bakaríum líka sérstaklega. Í raun bjóðum við upp á allt sem þarf til að útbúa hinn fullkomna málsverð, hvort sem er margverðlaunað kjöt í veisluna, fjölbreytt og spennandi úrval af vegan-réttum, litríkt og frískandi sushi … nú eða hráefni í bakkelsisdraum konditorsins.

Sölufulltrúar okkar eru menntaðir fagmenn, bæði matreiðslumenn og bakarar – og alltaf á tánum varðandi nýjungar, enda hugsa þeir vel um viðskiptavini sína.

 

Sælkeradreifing
stóreldhús

Catering eða HoReCa? Stóreldhús

Stundum er talað um „Catering eða HoReCa“ (skammstöfun fyrir hotel/restaurant/café) en við köllum þessa deild bara stóreldhús. Helstu viðskiptavinir stóreldhúsadeildar ÓJ&K-ÍSAM eru veitingahús, mötuneyti, hótel, bakarí og aðrir stórnotendur. Sölumenn okkar hafa á takteinum upplýsingar um besta hráefnið, skemmtilegustu nýjungarnar, vinsælustu uppskriftirnar og allt sem fagfólk í stóreldhúsum landsins þarf að vita.

nautakjot_overview

Söludeild

Opnunartími
Mán.–fös.: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
voruhus@ojk-isam.is