Okkar helstu verkefniVerkefni Lýsingardeildar

Notar Phillips lýsinguLexus

Lexus er með alþjóðlegan samning við Philips um lýsingu fyrir bílaumboðin sín.

Í þessu tilfelli var sett upp grunnlýsing fyrir salinn þar sem nýjir bílar eru sýndir. Mikið var lagt upp upp úr því að ná fram upplifun fyrir viðskiptavini Lexus.

Philips skaffaði líka skrautlýsingu til að gera enn meiri upplifun á staðnum. Stýringar á kerfinu eru líka frá Philips en þar kallast Dynalite, með því kerfi má ná fram orkusparnaði og hægt að búa til senur til að öll lýsing passi við hvert tilefni.

Eina sem sölumenn Lexus þurfa að gera er að ýta á einn takka og þá fara ljósin í öllum sölum umboðsins í rétta lýsingu.

Skoða lampa

LED lýsing sem virkar Guðrúnartún

Eftir góða reynslu af ljósunum í borgartúni þá var tekinn ákvörðun um að halda áfram með sömu gerð af ljósum í Guðrúnartúni og í Borgartúni

 

Með því að nota LED lýsingu sparast allt að 85% orkunotkun í götunni fyrir utan að það var hægt að nota færri ljós og staura því dreifing af LED ljósum er mun meiri heldur en af hefðbundnum ljósum. Einnig dimmast staurarnir um 50% á nóttinni en með því sparast gríðarleg orka en ljósmagnið minnkar óverulega.

Mikið var fjallað um þessa lampa þegar þeir komu upp en um tilraunaverkefni var að ræða hjá Reykjavíkurborg. lamparnir sem eru notaðir í Borgartúni eru frá Philips og heita CitySoul og gefa þeir um 10.600 lúmen frá sér í ljósmagni

Göngugatan lýst upp Akureyrarbær

Göngugatan á akueyri var tekinn í gegn árið 2017 og þar var leitað eftir því að fá sem heilstæðasta útlit á götunni.

Fyrir valinu varð Metronomis götuljós frá Philips en með því er hægt að fá meðal annars skuggamyndir á jörðina.

Ljósastaurarnir koma frá Alfred Priess í danmörku, þeir sérhæfa sig í að framleiða ljósastaura fyrir Philips ljós.

Mikið var lagt upp úr útliti og eru því ljósastaurarnir og ljósin í sérvöldum grænum lit (RAL6012). Ólafur Jensson hjá Jensson Hönnunarhús sá um hönnunina á götunni í heildina.

Upplyfting á veitingastöðum flugstöðvarinnar Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Þegar farið var í breytingar á veitingastöðum í Flugstöðinni árið 2015 þá var tekinn ákvörðun um að nota Luminous Textile veggi frá Philips til að vera með róandi stemming fyrir flugfarþega.

Veggir þessir bjóða meðal annars upp á mikla hljóðdempun og eru því mjög hentugir í flugstöðvar sem og byggingar þar sem mikil lofthæð er.

Philips leitaði í einn fremsta framleiðanda á textíl efni í heiminum í dag til að fá rétt efni fyrir veggina en það er danski framleiðandinn Kvadrat.

Veggirnir koma bæði í stöðluðum stærðum en einnig er hægt að fá þá sérframleidda.
Mjög auðvelt er að stýra þessum veggjum og er viðmótið mjög einfalt.

Sambærileg lausn í JapanGallery Toto

Philips GentleSpace Gen2Íþróttahöllin á Akranesi

Akraneshöllin skipti um alla lýsingu í höllinni árið 2017, fyrir valinu urðu Philips GentleSpace Gen2 frá Philips, en þessir lampar eru að sjálfsögðu í með LED.

Philips

Fullkomið stjórnborðLjósaskipting

Lýsingin á vellinum stendur UEFA staðla fyrir innanhúss hús sem þetta og var mikið lagt upp úr því að hægt væri að vera með útsendingu frá höllinni í sjónvarpi. Einnig er hægt að Skipta lýsingunni upp í húsinu þ.e. hafa kveikt í helming hússins til að auka raforkusparnað. Hver lampi er með tveimur Dali straumfestum og til að ná settri lýsingu þá voru notaðir 222 lampar.

Götulýsing í Borgartúni Borgartún

Nú er kominn nokkur reynsla á LED götulýsingu í Borgartúni en lamparnir búnir að vera uppi í nokkur ár og er reynslan af þeim góð.

En með því að nota LED lýsingu sparast allt að 85% orkunotkun í götunni fyrir utan að það var hægt að nota færri ljós og staura því dreifing af LED ljósum er mun meiri heldur en af hefðbundnum ljósum. Einnig dimmast staurarnir um 50% á nóttinni en með því sparast gríðarleg orka en ljósmagnið minnkar óverulega.

 

Mikið var fjallað um þessa lampa þegar þeir komu upp en um tilraunaverkefni var að ræða hjá Reykjavíkurborg. lamparnir sem eru notaðir í Borgartúni eru frá Philips og heita CitySoul og gefa þeir um 10.600 lúmen frá sér í ljósmagni.

Ljósastaurarnir eru frá Alfred Priess í  anmörku og er O. Johnson & Kaaber  einnig  umboðsaðili fyrir þá. Liturinn á ljósum og staurum er nokkuð sérstakur en í þessu tilfelli var um sérstaka ósk frá arkitekt að ræða  og er liturinn RAL3000. Kristján Kristjánssson hjá Eflu sá um lýsingahönnun

Color Kinetics light - krabbameinsfélagið
Hafa samband við sölumenn

Raftákn á Akureyri hannaði Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélagið leitaði til Raftákn á Akureyri með hönnun á lýsingu utan á húsið hjá sér í Skógarhlíðinni.

Anna Blöndal hjá Raftákn nýtti sér Color Kinetics ljósin í hönnun hjá sér, en við hjá Lýsingadeildinni eigum allar skrár til hönnunar á lýsingu sem þessarri til hjá okkur. Krabbameinsfélagið vill geta lýst upp húsið í mánuðum eins og þegar bleika slaufan er og mottumars.

 

Með þessarri lausn er lítið mál að ná fram þeim litum á húsið sem þarf í hvert tilefni sem er.
Fyrir valinu varð lausn frá Philips Color kinetics en það er deild sem sérhæfir sig í skrautlýsingu eins og þessarri.

Notaðir voru 9 stk ColorBlast RGBW kastarar, og er búnaðinum stýrt með Iplayer3. En með þessum búnaði má nánast gera hvað sem er í lýsingu á húsinu meðal annars láta ljósin flökta milli lita eða slá eins og hjarta.

Þess má geta að O. Johnson & Kaaber er svokallaður Value Added Partner hjá Philips og eru sölumenn lýsingadeildar allir með mikla þekkingu á lýsingu.

Söludeild

Afgreiðslutími

Mán.–fös.: 08:00–16:00

Pöntunarsími

535 4000

Vöruhús

Afgreiðslutími

Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00

Söludeild

Opnunartími
Mán.–fös.: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
pantanir@ojk-isam.is

Vöruhús

Opnunartími
Mán.–fim.: 08:00–17:00
Föstudag: 08:00–16:00
Pöntunarsími
535 4000
Netfang
voruhus@ojk-isam.is