Um okkurMannauður skapar verðmæti

Hjá okkur er valinn maður í hverju rúmi. Hjá ÓJ&K, Sælkeradreifingu og Nýju kaffibrennslunni vinna um 70 manns. Liðsheildin er öflug og samhent og tekur vel á móti nýjum liðsmönnum. Stjórn starfsmannafélagsins Hugins er síkvik og hugmyndarík og efnir reglulega til skemmtilegra uppákoma og atburða til að þétta hópinn og skemmta sér.
Í söludeild ÓJ&K og SD starfa 30 sölumenn. Hluti þeirra sér til þess að vörur sem ÓJ&K flytur inn og dreifir fáist í flestum dagvöruverslunum landsins.
Tveir sölumenn eru staðsettir á Akureyri og sinna sveitarfélögum norðan heiða. Aðrir sölumenn sinna stóreldhúsum landsins, þeir eru allir menntaðir í sínu fagi, ýmist matreiðslumenn eða bakarar.
Sölustjóri ÓJ&K er Alfreð Jóhannsson
Sölustjóri SD er Gunnlaugur Örn Valsson
Sölustjóri lýsingar er Guðmundur Pétur Yngvason
Hluti hópsins okkar sinnir skrifstofustörfum sem styðja við meginrekstur fyrirtækisins, þ.e. innheimtu, bókhaldi, tollafgreiðslu, símsvörun í þjónustuveri og tölvuþjónustu.
Í vöruhúsi ÓJ&K er unnið á tveimur vöktum á sólarhring, alla virka daga, árið um kring. Í vöruhúsinu eru 3200 brettapláss fyrir þurrvöru, 900 í frysti og 100 í kæli. Starfsmenn vöruhúss eru 24 talsins. Lagerstjóri er Kjartan Friðriksson. Umsjónarmaður dreifingar er Árni Sveinn Pálsson, umsjónarmaður móttöku er Almar Árnason og umsjónarmaður tínslu er Gunnar Þór Jónsson.
ÓJ&K er með öflugt dreifikerfi fyrir vöruflutninga. Sjö bílar fyrirtækisins eru notaðir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og um nágrannabyggðir á Suðurlandi og Suðvesturhorninu. Verktakar sjá um vöruflutninga á önnur svæði landsins.