Um okkurStjórn og stefna í framsæknu fyrirtæki

framurskarandi_2018

ÓJ&K, Sælkeradreifing og Nýja KaffibrennslanStjórn

Framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar er Ólafur Ó. Johnson.
Framkvæmdastjóri Nýju kaffibrennslunnar er Helgi Örlygsson.

Ó. Johnson & Kaaber ehf, Sælkeradreifing ehf og Nýja kaffibrennslan ehf tilheyra öll móðurfélaginu Esjubergi ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki. Stjórn Esjubergs skipa Helga Guðrún Johnson, Ólafur Ó. Johnson og Friðþjófur Ó. Johnson.

stjorn

Stjórn og stefna Reynsla Fagmennska Þjónusta

Þetta eru þau þrjú megingildi sem höfð eru í hávegum hjá fyrirtækjunum ÓJ&K, Sælkeradreifingu og Nýju kaffibrennslunni. Við höfum að markmiði að bjóða ætíð vörur af sem bestum gæðum á hagstæðu verði, framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika í öllum viðskiptum.

CreditInfoFramúrskarandi fyrirtæki

 

Öll fyrirtækin hafa síðastliðin ár fengið viðurkenningu Creditinfo fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi eru í þessum hópi.

framurskarandi_2018

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)